
Rakavarnaráætlun og Svansvottun til varnar myglu og raka
Raki og mygla í mannvirkjum hefur valdið gífurlegu tjóni eins og mörgum ætti að vera kunnugt um; bæði fjárhagslegu og heilsufarslegu. Það er því mikilvægt að bregðast hratt við og setja rakaforvarnir í forgang við byggingu húsnæðis. Í frétt Umhverfisstofnunar kemur fram að Svansvottaðar byggingar og endurbætur uppfylli kröfur um rakaforvarnir á hönnunar- og byggingartíma. Nýjar kröfur kveða á um að skipa skuli rakavarnarfulltrúa sem uppfylli ákveðin skilyrði um reynslu og menntun og skal hann sjá um að setja upp rakavarnaráætlun fyrir væntanlega nýbyggingu. Verktaka er svo skylt að fara eftir áætluninni undir eftirliti rakavarnarfulltrúa. Í rakavarnaráætluninni þarf að koma fram: