Sigurður Árni Júlíusson verslunarstjóri Nettó í Borgarnesi afhenti á dögunum Sr. Heiðrúnu Helgu Bjarnadóttur sóknarpresti styrk fyrir hönd Nettó. Styrkurinn, sem er formi inneignarkorta, fer til velferðarmála á vegum Borgarneskirkju. Nettó hefur um árabil séð um úthlutun styrkja í kringum jól og í aðdraganda þeirra og leggur áherslu á að styðja við og taka þátt í nærsamfélaginu á hverjum stað með þessum hætti en verslanirnar eru staðsettar víðsvegar um landið.
„Við finnum sterkt fyrir því að svona styrkir skipta gífurlegu máli. Nettó hafa lagt ríka áherslu á að leggja sitt lóð á vogarskálina til að styðja við þau sem á þurfa að halda í kringum hátíðarnar um allt land. Það er okkur sannur heiður að fá að styðja við Borgarneskirkju og við vonum innilega að kortin komin til með að nýtast vel,“ sagði Sigurður Árni Júlíusson í tilkynningu frá Nettó.