
Minningarathöfn um þau sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði
Á sunnudaginn verða 40 ár liðin síðan tvö krapaflóð féllu á bæinn Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu.