Ljósm. jvg
2. október 2021
Öll höfnin á Akranesi er ísilögð um þessar mundir. Júlíus Víðir Guðnason, hafnsögumaður og skipstjóri hjá Faxaflóahöfnum, segir í samtali við Skessuhorn að hann muni ekki eftir því á sinni 40 ára starfsævi í kringum höfnina að slíkt hafi áður gerst. Mikill frostakafli hefur verið á öllu landinu undanfarinn mánuð og segir á vef Veðurstofunnar að síðastliðinn desembermánuður hafi verið sá kaldasti á landinu síðan 1973. Samkvæmt nýjustu spám Veðurstofunnar virðist þó sem aðeins eigi að hlýna í vikulokin, á föstudaginn gæti hiti farið upp í 9 stig við Faxaflóa.