Samsett mynd. Skessuhorn
2. október 2021
Rut Berg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi en hún tekur við starfinu af Birgi Þórissyni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Tónlistarskólans. Rut var áður nemandi skólans og útskrifaðist með framhaldspróf á flautu frá skólanum árið 2005. Þá lauk hún B.Mus prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2009. Rut hefur kennt við tónlistarskólann frá árinu 2005, síðustu fjögur ár hefur hún verið deildarstjóri við skólann, kennt tónfræði og kennt á þverflautu og harmonikku.