Veðurstofan spáir því að um helgina verði norðaustan- og austan 5-15 m/s á landinu, en hvassast syðst. Í dag verða lítilsháttar él, en bjartviðri suðvestanlands. Frost verður frá 2 til 16 stig og kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Norðaustan og norðan 5-13 m/sek á morgun og léttskýjað, en stöku él á Norður- og Austurlandi. Frost 5 til 20 stig.
Á sunnudag og fram á mánudag verður töluvert mikið frost á landinu. Meðfylgjandi er skjáskot af hitakorti Veðurstofunnar, eða kuldakorti öllu heldur. Klukkan 6 að morgni mánudags má búast við að frost á hálendinu og á norðvestanverðu landinu fari vel á þriðja tug gráða. Gera má ráð fyrir því að t.d. í Dölum og uppveitum Borgarfjarðar gæti frostið farið niður í 20-25 gráður. Heldur slaknar á frosti þegar líður fram á vikuna samhliða því að úrkomubakkar fara yfir landið. Búast má við snjókomu hér vestanlands síðdegis á miðvikudag.