Fréttir
Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi hefur m.a. notað bát við leitina. Hér er Einar G.G. Pálsson björgunarsveitarmaður að taka bátinn á land á Seleyrinni síðdegis í gær. Ljósm. sþ.

Aukinn kraftur settur í leit um helgina

Allt frá því á þriðjudag hefur víðtæk leit staðið yfir í Borgarnesi og nágrenni að Modestas Antanavicius, 46 ára karlmanni, sem ekkert hefur spurst til síðan laugardaginn 7. janúar. Yfir sextíu sjálfboðaliðar björgunarsveita hafa komið að leitinni og við hana notast m.a. við þyrlur Landhelgisgæslunnar, dróna, fjórhjól, báta og önnur tæki og búnað. Auk þess hafa hundar komið að leit. Nú er aðgerðastjórn að skipuleggja áframhaldandi leit og aukinn þungi verður færður í hana um helgina ef leitin hefur þá ekki skilað árangri.

Aukinn kraftur settur í leit um helgina - Skessuhorn