
Bastian Orri Claes er á fyrsta ári sínu í MB. Ljósm. sþ.
Þrívíddaprentaði perluskammtara fyrir leikskóla
Bastian Orri Claes er 16 ára menntskælingur frá Rauðanesi 2 á Mýrum. Hann er á sínu fyrsta ári á starfsbraut við Menntaskóla Borgarfjarðar og starfar við Leikskólann Ugluklett í Borgarnesi tvo daga í viku. Á Uglukletti varð Bastian þess var að kennarar skólans voru oft að fylla á perlubirgðir barnanna en í framhaldinu hóf hann að hanna perluskammtara til að auðvelda perlustundir í leikskólanum. Perluskammtarinn var svo prentaður í þrívíddaprentara MB og er nú kominn í notkun á Uglukletti en stefnt er að því að prenta fleiri slíka skammtara.