
Sveitarfélagamörk munu áfram standa óhögguð. Ljósm. gj.
Standa við fyrri ákvörðun sína um sveitarfélagamörk
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tók á fundi sínum í gær fyrir beiðni Akraneskaupstaðar um að endurskoðuð yrði fyrri ákvörðun um að hafna beiðni um færslu sveitarfélagamarka vegna 42 hektara landsskika af jörðinni Akrakoti í Hvalfjarðarsveit. Lagt var fram á fundinum erindi frá Akraneskaupstað í kjölfar synjunar Hvalfjarðarsveitar í desember á erindi um færslu sveitarfélagamarka, en í bréfinu var einnig boðið til viðræðna um aukið samstarf og fleira. Á fundi sveitarstjórnar lagði Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu: