
Á Bifröst er annar tveggja háskólanna á Vesturlandi. Ljósm. úr safni
Rúmum milljarði úthlutað til aukins samstarfs háskóla
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að úthluta tæplega 1,2 milljarði króna til aukins samstarfs háskóla með það að markmiði að auka gæði námsins og samkeppnishæfni skólanna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.