Modestas Antanavicius er 46 ára og sást síðast í Borgarnesi 7. janúar sl.
2. október 2021
Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir aðstoð íbúa í Borgarnesi og nágrenni. Í tilkynningu segir: „Vegna leitarinnar að Modestas Antanavicius, 46 ára karlmanni, sem saknað hefur verið síðan á laugardag, biðjum við íbúa í Borgarnesi og nágrenni að skoða sitt nærumhverfi, garða og geymslur. Einnig upptökur frá laugardeginum ef fólk er með myndavélakerfi við húsin. Vinsamlegast hafið samband við lögregluna í síma 444-0300 eða í síma 112 ef fólk telur sig hafa upplýsingar.“