Rætt við söngkonuna og kórstjórann Hólmfríði Friðjónsdóttur
Hólmfríður Friðjónsdóttir, eða Fríða eins og hún er oft kölluð, fluttist búferlum frá Stykkishólmi í Reykholt í Borgarfirði þegar henni bauðst staða kórstjóra Freyjukórsins árið 2019. Hólmfríður segir sig aldrei hrædda við að segja já og er dugleg að taka stökkið þegar ný tækifæri bjóðast. Hún hefur mikla ástríðu fyrir kórastarfi en í dag stýrir hún fimm kórum; Freyjukórnum, Reykholtskórnum og Gleðigjöfunum í Borgarfirði, auk karlakórsins Heiðbjartar og kvennasveitarinnar Skaða í Staðarsveit. Hún kennir svo þýsku við Fjölbrautaskóla Snæfellinga og býður upp á kennslu í einsöng.
Hólmfríður er alin upp í Reykjavík en flutti vestur í Stykkishólm árið 2003. Hún lauk BA prófi frá HÍ árið 1989 í almennum málvísindum, þýsku og uppeldis- og kennslufræði auk 8. stigi í einsöng frá Tónlistarskólanum í Reykjarvík árið 1996. Hólmfríður á þrjár uppkomnar dætur og kærasta sem býr í Reykjavík. ,,Ég bjó í Stykkishólmi í 17 ár og dafnaði þar mjög vel. Ég hef kennt þýsku við FSN frá stofnun skólans 2004, ég kenndi líka við Tónlistarskóla Stykkishólms á klassískan gítar, söng og smávegis á píanó. Svo fór ég að dafna í kórastarfinu,“ segir Hólmfríður. ,,Ég er núna búin að vera tæplega 20 ár í því og ýmsir kórar og sönghópar sem hafa orðið til á leiðinni,“ segir Fríða.
Sjá ítarlegt viðtal við Hólmfríði í Skessuhorni vikunnar.