Rætt við Jón Jóel Einarsson, eiganda Go West á Arnarstapa
Hjónin Þuríður Maggý Magnúsdóttir og Jón Jóel Einarsson eiga og reka fyrirtækið Út og vestur, betur þekkt sem Go West. Það er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett á Arnarstapa á Snæfellsnesi, sem gerir út á vistvæna ferðaþjónustu (e. eco tourism). Fimmtán ár eru síðan fyrirtækið hóf starfsemi og hefur það vaxið jafnt og þétt og getið sér gott orðspor fyrir þá þjónustu sem í boði er. Göngu- og hjólaferðir eru vinsælastar og hefur Go West tekið á móti allt að 120 manna hópum í göngu á Snæfellsjökul. Nú eru tímamót fram undan hjá þeim hjónum Maggý og Jóni Jóel sem hafa sett Go West á sölu. Þau vonast til þess að einhver sé tilbúinn að taka við kyndlinum og reka fyrirtækið áfram með nálgun vistvænnar ferðaþjónustu.
Sjá ítarlegt viðtal við Jón Jóel í Skessuhorni sem kom út í dag.