Undir lok árs lét Maskína kanna hvaða ráðherrar almenningi þætti hafa staðið sig best og hverjir verst það sem af er kjörtímabilinu. Flestir sem afstöðu tóku töldu Ásmund Einar Daðason þann ráðherra sem staðið hafði sig best á kjörtímabilinu, en hann hlaut 13–14% fylgi. Vinsældir hans ná þvert á flokka. Í öðru sæti var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með 9,7% og Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir var í þriðja sæti með 8%.
Einnig var kannað hvaða ráðherrar fólk teldi hafa staðið sig verst á kjörtímabilinu. Þar skáru tveir ráðherrar sig úr, en tæplega 27% svarenda sögðu það vera Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins en á hæla hans kemur svo Jón Gunnarsson, en ríflega 16% svarenda sögðu hann hafa staðið sig verst.
Nánar er hægt að lesa um könnunina á maskina.is