2. október 2021
Stuðningur við úkraínsku þjóðina og hermenn þar er ekki einvörðungu í formi peninga. Eldsmiðir í Svíþjóð hafa sent margar sendingar af hjálpargögnum til Úkraínu; bíla, föt, eldsneyti, svefnpoka og síðast en ekki síst þessa timburkróka sem að þeir smíða og senda og eru notaðir í skotgröfum í Úkraínu til að halda timburveggjunum saman svo að þeir falli síður saman. Sumir þessara smiða, og þá ekki síst Michael Maasing, hafa komið á eldsmíðamót hjá íslenskum eldsmiðum á Safnasvæðinu á Akranesi á undanförnum árum, bæði sem kennarar og dómarar og keppendur á Norðurlandamóti eldsmiða.