Fréttir
Vesturlandsmeistarar 2023. F.v. Jón Alfreðsson, Karl Alfreðsson, Hallgrímur Rögnvaldsson og sveitarforinginn Guðmundur Ólafsson. Ljósm. se.

Sveit Guðmundar Vesturlandsmeistari í bridds

Á laugardaginn var árlegt Vesturlandsmót í sveitakeppni í bridds spilað á Akranesi. Spilað var í sal Félags eldri borgara við Dalbraut. Þátttaka var með allra besta móti en til leiks mættu 14 sveitir sem ýmist voru skipaðar fólki úr landshlutanum eða gestum lengra að. Sveitin sem bar sigur úr býtum og sigraði því silfurstigamótið var gestasveitin Motta, en hana skipuðu Matthías Imsland, Gunnar B Helgason, Karl G Karlsson og Hlynur Angantýsson. Uppskáru þeir 94,62 stig. Í öðru sæti var heimasveit sem þar með er krýnd Vesturlandsmeistari 2023. Það var sveit Guðmundar Ólafssonar en með honum spiluðu þeir Hallgrímur Rögnvaldsson, Karl Alfreðsson, Tryggvi Bjarnason og Jón Alfreðsson. Stigafjöldi þeirra var 81,4.

Sveit Guðmundar Vesturlandsmeistari í bridds - Skessuhorn