Fréttir
Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Óskuðu eftir upplýsingum um fyrirætlanir varðandi leikskólann Klettaborg

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar 5. janúar síðastliðinn var lagt fram erindi frá leikskólastjórum Klettaborgar, þeim Steinunni Baldursdóttur og Dórótheu Elísdóttur, þar sem þær óskuðu eftir upplýsingum um fyrirætlanir sveitarfélagsins varðandi húsnæði leikskólans Klettaborgar á árinu 2023.