Þau voru viðstödd. Ljósm. af.
2. október 2021
Jólin voru kvödd með glæsibrag í Snæfellsbæ seinni partinn á föstudaginn með því að börn gengu fylktu liði frá Pakkhúsinu og fengu fylgd lögreglu og allskonar furðuverur gengu með. Gengið var inn fyrir Klif þar sem Slökkvilið Snæfellsbæjar hafði útbúið bálköst og þar var sungið. Leppalúði skemmti börnum ásamt álfkonu og -kóngi og að lokum var glæsileg flugeldasýning. Að þessu loknu er sá siður að börn ganga í hús til þess að fá nammi í pokann og eru húsráðendur gjarnan tilbúnir með poka fyrir þau. Börnin klæða sig upp í alls konar búninga þegar þau ganga í hús.