Á ferðinni í byl. Ljósm. Slysavarnafélagið Landsbjörg.
2. október 2021
Myndarlegur snjókomubakki nálgast nú norðanvert landið. Hvasst verður í allan dag og blint til aksturs m.a. á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á Kjalarnesi mun vindur áfram slá í 35 m/s fram til kvölds. Einnig á sunnanverðu Snæfellsnesi og um tíma á veginum við Hafnarfjall.