2. október 2021
Unnið verður við þrif og almennt viðhald í Hvalfjarðargöngum aðfararnætur þriðjudagsins 10. og miðvikudagsins 11. janúar. „Vinna stendur yfir frá miðnætti og til kl. 6:30 og verður fylgdarakstur í gegnum göngin meðan unnið er. Brýnt er að benda á að meðan á þvotti stendur er mjög hált í göngunum og vegfarendur því beðnir um að aka með gát,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.