2. október 2021
Nú er ófært um Bröttubrekku, Staðarsveit, Fróðárheiði og Útnesveg. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir er víða á vegum í landshlutanum. Holtavörðuheiði er lokuð, en þar er samkvæmt Vegagerðinni mjög blint og beðið verður með að opna þar til vind fer að lægja.
Mjög hvasst er á Kjalarnesi og þar hafa umferðartafir verið í morgun. Samkvæmt umferdin.is er vegurinn nú opinn. Ástæða er þó til að hvetja fólk til að fara varlega, en vindur slær í 36 metra á sekúndu í hviðum.
Loks er ástæða til að hvetja gangandi vegfarendur til að fara með gát. Víða snjóaði í nótt yfir svell og því flughált.