2. október 2021
„Vegna ábendinga sem fram hafa komið um stuttan fyrirvara á kynningarfundi um vindorkuverkefnið innan Brekku í Hvalfirði, sem vera átti annað kvöld (mánudagskvöld) í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, hefur fundinum verið frestað. Vindorkufyrirtækið Zephyr Iceland og verkfræðistofan EFLA munu auglýsa nýjan fundartíma með góðum fyrirvara,“ segir í tilkynningu frá fundarboðendum.