2. október 2021
Klukkan 10 í morgun hófst Vesturlandsmót í sveitakeppni í bridds. Mjög góð þátttaka er á mótinu, eða 14 sveitir. Spilað er í sal eldri borgara við Dalbraut á Akranesi. Mótinu lýkur í kvöld með verðlaunaafhendingu og verður sagt frá úrslitum hér á vefsíðunni á morgun.