Fréttir
Forsetahjónin komu í opinbera heimsókn á Akranes í desember síðastliðnum vegna 80 ára afmælis kaupstaðarins. Ljósm. gbþ

Akranes er í mikilli sókn

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir árið 2022 hafa verið á margan hátt eftirminnilegt. „Það sem stendur upp úr frá liðnu ári er sú sókn sem Akranes er í sem sveitarfélag í uppbyggingu atvinnu, í fjölgun íbúa og í eigin uppbyggingu s.s. íþróttamannvirkja, skólahúsnæðis og húsnæðis fyrir fatlaða, sem og stórhuga áform um uppbyggingu fyrir frístundastarf barna og hæfingar- og vinnustað fatlaðra.

Akranes er í mikilli sókn - Skessuhorn