Kristín Þórhallsdóttir, íþróttamaður Akraness 2022. Ljósm. vaks
2. október 2021
Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir var í kvöld kjörin Íþróttamaður Akraness árið 2022 en úrslitin voru kunngjörð í Frístundamiðstöðinni á Garðavöllum. Í öðru sæti í kjörinu var sundmaðurinn Einar Margeir Ágústsson og kylfingurinn Björn Viktor Viktorsson í þriðja sæti. Alls voru þrettán einstaklingar úr tólf íþróttagreinum tilnefndir að þessu sinni en það eru Íþróttabandalag Akraness og Akraneskaupstaður sem standa fyrir valinu á íþróttamanni Akraness. Þetta er í þriðja sinn sem Kristín hlýtur þennan titil en hún var einnig kjörin Íþróttamaður Akraness árin 2020 og 2021. Athöfninni var streymt beint á rás ÍATV.