Fréttir
Holtsflöt 6 á Akranesi. Ljósm. mm.

Flóttafólk á vegum Hafnarfjarðarbæjar sent á Akranes

Frá því í apríl á síðasta ári hefur flóttafólki og hælisleitendum tekið að fjölga til muna hér á landi, einkum í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Árið reyndist það langstærsta í móttöku flóttafólks. Á Akranes kom fyrsta flóttafólkið frá Úkraínu 29. apríl í fyrravor. Á síðasta ári öllu fluttu alls 80 einstaklingar í bæjarfélagið, þar af 30 börn. Akraneskaupstaður nýtur stuðnings til tveggja ára frá ríkinu fyrir hluta þessa hóps, í þeim tilfellum sem aðstæður kalla á sértæka aðstoð eða þjónustu. Hins vegar komust margir þessara nýbúa í sveitarfélaginu strax í vinnu og eru þannig virkir á vinnumarkaðnum. Þar hefur hjálpað að skortur hefur verið á vinnuafli á Akranesi og næg verkefni fyrir vinnufúsar hendur.

Flóttafólk á vegum Hafnarfjarðarbæjar sent á Akranes - Skessuhorn