
Steinunn Árnadóttir Vestlendingur ársins 2022 með blómvönd og áritaðan kristalsvasa. Ljósm. mm
Steinunn Árnadóttir er Vestlendingur ársins 2022
Undir lok nýliðins árs óskaði Skessuhorn eftir því að íbúar í landshlutanum sendu inn tilnefningar um hver ætti að hljóta sæmdarheitið Vestlendingur ársins 2022. Hver væri sá íbúi í landshlutanum sem hefði á einhvern hátt skarað fram úr á árinu. Þetta er í 25. skipti sem Skessuhorn gengst fyrir þessari útnefningu og á þessum aldarfjórðungi hefur fólki víðs vegar um landshlutann hlotnast þessi heiður af ýmsum ástæðum. Alls bárust á annað hundrað tilnefningar um ríflega fjörutíu einstaklinga eða hópa.