Fréttir
Önnur bilunin er við Garðabraut. Ljósm. mm.

Búið er að staðsetja bilanir á tveimur stöðum

Starfsmenn Veitna hafa nú staðsett tvær bilanir sem urðu laust eftir klukkan tvö í nótt á háspennustreng á Akranesi. Unnið er að viðgerð. Bilunin er umfangsmeiri en alla jafnan þegar straumlaust verður sökum þess að hún verður á tveimur stöðum nær samstundis, annars vegar við Reynigrund og hins vegar við Garðabraut, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin nú rétt í þessu. Hringtenging er á rafmagninu og undir venjulegum kringumstæðum væri hægt að hleypa rafmagni á að nýju á stuttum tíma. Nú er rafmagnsleysið bundið Grundahverfið, svæðið á milli þessara tveggja bilana sem urðu í nótt. Um fjögur hundruð heimili eru því án rafmagns. Auk rafmagnsleysis er ljósleiðaratenging einnig rofin við einhver hús.

Búið er að staðsetja bilanir á tveimur stöðum - Skessuhorn