Fréttir
Á verðlaunahátíðinni. Ásdís stillir sér upp með verðlaunagripinn.

„Maður er svo gjarn á að hugsa að maður sé ekki nógu góður“

Skagakonan Ásdís Líndal hlaut nú í nóvember viðurkenningu fyrir íþróttanudd á verðlaunahátíðinni Family first awards sem haldin var á Titanic hótelinu í Belfast á Norður-Írlandi. Ásdís var ásamt fimm kírópraktorum tilnefnd í flokki þerapista. Alls voru viðurkenningar veittar í tólf flokkum en hátíðin sneri að því að verðlauna fólk í framlínustörfum (e. keyworkers) í heilbrigðiskerfinu annars vegar og menntakerfinu hins vegar.

„Maður er svo gjarn á að hugsa að maður sé ekki nógu góður“ - Skessuhorn