2. október 2021
Það var margt um manninn í Kaupfélagi Borgfirðinga við Egilsholt i Borgarnesi í gærkvöldi, en þá var boðið upp á jólakvöld. Inni voru lifandi tónar þar sem Þóra Sif Svansdóttir söng við undirleik Halldórs Hólm. Starfsfólk í versluninni bauð upp á ilmandi vöfflur og heitt súkkulaði og ýmis jólatilboð voru um búðina. Slökkvilið Borgarbyggðar kom á svæðið á bílum sínum, hélt m.a. sýnikennslu í notkun eldvarnarteppa og seldi dagatöl sem nýkomin eru úr prentun. Stemningin var fín og margir sem gerðu sér ferð til spjalls og verslunar á aðventunni. Fleiri verslanir í Borgarnesi voru einnig með lengdan opnunartíma í gær.
Blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni og við leyfum myndum að tala sínu máli.