MT2: Þessi ungi herramaður var einbeittur er hann var að fletja út piparkökudeigið. Ljósm. tfk
2. október 2021
Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar stóð fyrir piparkökubakstri í skólanum síðasta mánudagskvöld. Þá mættu foreldrar og börn til að baka og skreyta gómsætar piparkökur og láta piparkökuilminn fylla sig jólaanda. Einbeitingin skein úr andlitum barnanna er þau skreyttu hverja piparkökuna á fætur annarri þó að ein og ein hafi ratað á milli tanna einhverra. Sjöundi bekkur sá svo um að fólk þyrfti ekki eingöngu að snæða piparkökur því krakkarnir buðu upp á vöfflur og heitt kakó.
Fleiri myndir má sjá í nýjasta tölublaði Skessuhorns.