Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi og Emma Rakel Björnsdóttir sem átti hugmyndina að mótmælagöngu sem farin var í maí á síðasta ári. Ljósm. úr safni.
2. október 2021
„Við starfsmenn Fjöliðjunnar á Akranesi ætlum aftur í friðsæla mótmælagöngu,“ segir í tilkynningu. „Í þetta skiptið ætlum við að mótmæla ósamræmi milli vilja starfsfólks Fjöliðjunnar og bæjarstjórnarinnar. Mótmælin verða miðvikudaginn 14. desember kl. 13. Við leggjum af stað frá Smiðjuvöllum 9 og göngum að Dalbraut 4 þar sem bæjarskrifstofurnar eru. Ósamræmið felst í að bæjarstjórn vill setja okkur í tvö hús sem eru langt frá hvoru öðru en við viljum vera öll saman í einu húsi og ekki að bíða endalaust. Við erum nú þegar búin að bíða í tæp 4 ár,“ segir í tilkynningu frá starfsfólki.