Íbúar á Vesturlandi voru 17.497 þann 1. desember síðastliðinn, en það er sú dagsetning sem oft er miðað við í hagtölum. Fjölgun á árinu jafngildir 0,6% í landshlutanum. Íbúum hefur á liðnu ári fjölgað hlutfallslega mest á Vesturlandi í Hvalfjarðarsveit, Eyja- og Miklaholtshreppi og í Borgarbyggð. Á Akranesi má vænta þess að íbúatalan sé við það að detta í átta þúsund, en íbúar voru 7.987 um mánaðamótin síðustu. Íbúum hefur fjölgað í öllum sveitarfélögum á árinu utan Skorradalshrepps og Dalabyggðar þar sem lítilsháttar fækkun varð.
Íbúafjöldinn á Vesturland 1. desember 2022:
Akraneskaupstaður, 7.987
Skorradalshreppur, 58
Hvalfjarðarsveit, 754
Borgarbyggð, 4.072
Grundarfjarðarbær, 864
Eyja- og Miklaholtshreppur, 113
Snæfellsbær, 1.684
Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, 1.308
Dalabyggð, 657.