Fréttir
Undirbúningur að nýju íbúðahverfi þar sem sementsþróin var áður á Akranesi. Ljósm. mm

Íbúum hefur fjölgað á árinu – Skagamenn að detta í átta þúsund

Íbúar á Vesturlandi voru 17.497 þann 1. desember síðastliðinn, en það er sú dagsetning sem oft er miðað við í hagtölum. Fjölgun á árinu jafngildir 0,6% í landshlutanum. Íbúum hefur á liðnu ári fjölgað hlutfallslega mest á Vesturlandi í Hvalfjarðarsveit, Eyja- og Miklaholtshreppi og í Borgarbyggð. Á Akranesi má vænta þess að íbúatalan sé við það að detta í átta þúsund, en íbúar voru 7.987 um mánaðamótin síðustu. Íbúum hefur fjölgað í öllum sveitarfélögum á árinu utan Skorradalshrepps og Dalabyggðar þar sem lítilsháttar fækkun varð.

Íbúum hefur fjölgað á árinu - Skagamenn að detta í átta þúsund - Skessuhorn