Fréttir
Flutt var inn í nýju björgunarstöðina í maí á þessu ári. Vel hefur gengið innanhúss síðan en talsvert eftir þó.

Flutt í nýtt hús og undirbúa helsta sölutímann

Þessa dagana er mikið um að vera hjá öllum björgunarsveitum landsins í ýmsum verkefnum í aðdraganda hátíðanna en þessi tími ársins er jafnan álagstími hjá félögum í fjáröflunum. Blaðamaður heyrði hljóðið í Elínu Matthildi Kristinsdóttur, formanni björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi. Sveit hennar hefur sannarlega staðið í stórræðum undanfarin ár, flutti í vor inn í nýtt og glæsilegt björgunarsveitarhús á Fitjum II, ofan við byggðina í Borgarnesi.

Flutt í nýtt hús og undirbúa helsta sölutímann - Skessuhorn