2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir07.12.2022 15:02
Ljósm. úr safni

Fjórar sorptunnur verða við hvert heimili á Akranesi

03.02.2023 17:15

N4 komið í þrot

Lesa meira

03.02.2023 15:01

Bjóða Grímshús til leigu en með fyrirvörum

Lesa meira

03.02.2023 14:05

Jafningjahittingur krabbameinsgreindra í Snæfellsbæ

Lesa meira

03.02.2023 13:43

Erfið færð meðan lægð gengur yfir

Lesa meira

03.02.2023 13:30

Sundfólk Sundfélags Akraness stóð sig vel á RIG

Lesa meira

03.02.2023 13:01

Skráning hafin í Hæfileikakeppni Arnardals

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Samkvæmt þeim lögum sem taka gildi um áramót er varða flokkun sorps við heimili á Íslandi þarf að flokka sorp í fjóra flokka og skulu ílát vera fyrir hvern flokk við hvert heimili.

Bæjarstjórn Akraness hefur sent frá sér tilkynningu um ákvörðun sína í þeim efnum. Þar segir að það fyrirkomulag sem hafi fengið mestan meðbyr samanstandi af fjórum tunnum, þ.e. einni tunnu fyrir hvern flokk. Í dag eru við hvert heimili á Akranesi tvær 240L tunnur og segir í tilkynningunni að þær verði áfram, og skuli flokka í þær annars vegar plast og hins vegar pappa/pappír. Við flóruna munu svo bætast tvær 140L tunnur, önnur fyrir lífrænan úrgang og hin fyrir almennt heimilissorp. Þá segir að stefnt sé að því að tæma 140L tunnurnar á tveggja vikna fresti en hinar stærri verði tæmdar á fjögurra eða sex vikna fresti.

Við fjölbýlishús verður notast við 240L tunnur fyrir lífrænan úrgang og sitthvert 660L karið undir hina flokkana þrjá.

Þessar breytingar taka að öllum líkindum gildi í ágúst 2023, segir jafnframt í tilkynningu.

Þá er stefnt að því að koma upp a.m.k. þremur grenndarstöðvum í bænum sem verða opnar almenningi og taka á móti pappa/pappír, plasti, málmum, gleri og textíl.