Rifsnes SH kemur til hafnar í Rifi með 135 tonna afla og ber skipið aflann mjög vel eins og sjá má. Ljósmyndir/af
2. október 2021
Upp úr hádegi á laugardaginn kom línubáturinn Rifsnes SH að landi með metafla, eða 135 tonn sem fengust á fimm lagnir. Talið er að þetta sé stærsta einstaka löndun í Rifi og þar af leiðandi einnig stærsti róður Rifsness SH frá upphafi. Skipverjar héldu til veiða sunnudagskvöldið 27. nóvember. Vananlega eru lagðar sex lagnir og komið að landi á sunnudagsmorgni til löndunar.
Að sögn Ástgeirs Finnssonar, sem var skipstjóri í þessum mettúr, voru þeir að veiðum út af Vestfjörðum og var mokafli allan tímann. Því varð túrinn styttri en vanalega.
Þegar til Rifs var komið var strax hafist handa við löndun og tók hluti skipsverja þátt í lönduninni.