Fréttir
Rifsnes SH kemur til hafnar í Rifi með 135 tonna afla og ber skipið aflann mjög vel eins og sjá má. Ljósmyndir/af

Rifsnesið kom að landi eftir mettúr

Upp úr hádegi á laugardaginn kom línubáturinn Rifsnes SH að landi með metafla, eða 135 tonn sem fengust á fimm lagnir. Talið er að þetta sé stærsta einstaka löndun í Rifi og þar af leiðandi einnig stærsti róður Rifsness SH frá upphafi. Skipverjar héldu til veiða sunnudagskvöldið 27. nóvember. Vananlega eru lagðar sex lagnir og komið að landi á sunnudagsmorgni til löndunar.

Rifsnesið kom að landi eftir mettúr - Skessuhorn