2. október 2021
Á fundi Isavia, rekstraraðila Leifsstöðvar, í síðustu viku kynnti fyrirtækið farþegaspá sína fyrir árið 2023. Í henni er gert ráð fyrir að 7,8 milljónir farþega muni fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Það yrði þá þriðji mesti fjöldi farþega um völlinn á einu ári frá upphafi. Þá er því spáð að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands árið 2023 en aðeins einu sinni áður hafa fleiri komið til landsins á einu ári, eða 2,3 milljónir metárið 2018.