Slökkvilið að störfum. Ljósm. úr safni.
2. október 2021
Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út með hæsta forgangi laust fyrir klukkan sjö í gærkveldi. Boðin hljóðuðu upp á að eldur væri laus í sumarhúsi í Vatnsendahlíð í Skorradal og að mannslíf væri jafnvel í húfi. Þegar fyrstu menn komu á svæðið reyndist enginn eldur laus og var þá frekari aðstoð afturkölluð. Að sögn Bjarna Kr Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra er málið til úrvinnslu hjá lögreglu.