Háskóli Íslands fagnaði á fullveldisdeginum í gær með 86 doktorum sem brautskráðst hafa frá skólanum á síðustu 12 mánuðum. Þetta er næstmesti fjöldi doktora sem skólinn hefur brautskráð á einu ári. Nýir doktorar tóku við gullmerki Háskóla Íslands. Doktorarnir koma af öllum fimm fræðasviðum skólans og í hópnum eru 40 karlar og 46 konur. Sameiginlegar doktorsgráður með erlendum háskólum eru fjórar talsins að þessu sinni auk þess sem á árinu útskrifaðist nemandi sameiginlega frá tveimur fræðasviðum skólans. 29% doktoranna eru með erlent ríkisfang.
Sá merkilegi áfangi náðist í maí síðastliðnum að þúsundasti doktorinn brautskráðist frá Háskóla Íslands. Sú doktorsvörn fór að miklu leyti fram í gegnum fjarfundarbúnað, sem endurspeglar vel þær breytingar og þau tækifæri sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér fyrir háskólastarf.