
Svæði ÍA á Jaðarsbökkum. Ljósm. mm
Lagt til að byggja hótel og heilsulind á hluta núverandi knattspyrnuvallar
Bæjarráð Akraneskaupstaðar fékk gesti á fund sinn í gær, þau Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson frá Ísold fasteignum en frá Íþróttabandalagi Akraness þau Hrönn Ríkharðsdóttir formann stjórnar ÍA og Eggert Herbertsson formann stjórnar KFÍA. Kynntu þau fyrir bæjarráði hugmyndir um uppbyggingu 80 herbergja hótels og heilsulindar á Jaðarsbökkum. Ef til hönnunar svæðisins kæmi, út frá þessum hugmyndum, þarf að nýta hluta knattpyrnuvallar ÍA og snúa vellinum um 90 gráður. Hótel og heilsulind myndu þannig tengjast Guðlaugu og svæðinu þar í kring, að sjónum og þyrlupallinum.