Fréttir

Hróshringur Snæfellsness farinn í gang

Hópur fólks og þar á meðal Svæðisgarðurinn Snæfellsness hefur hrundið af stað áhugaverðu verkefni sem nefnist Hróshringur Snæfellsness. Verkefnið er framhald af öðru verkefni hjá svæðisgarðinum sem nefnist Góðar fréttir. Verkefnið er ekki flókið og kostar lítið, en því er ætlað að bera hlýja strauma þvert á sveitarfélagamörk. Íbúar hrósa þannig íbúum í nágrannasveitarfélagi sínu fyrir það sem vel er gert. Hrósin munu birtast á íbúasíðum á Facebook og þá er hvatt til að fólk haldi áfram að setja inn hrós. Nú hrósa íbúar Snæfellsbæjar íbúum Eyja- og Miklaholtshrepps, þeir íbúum Stykkishólms, Hólmarar hrósa Grundirðingum sem aftur hrósa íbúum í Snæfellsbæ.

Hróshringur Snæfellsness farinn í gang - Skessuhorn