Grafík. stjornarradid.is
2. október 2021
Hagvöxtur á Íslandi var 7,3% á þriðja ársfjórðungi samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru miðvikudaginn 30. nóvember. Það er talsvert meiri hagvöxtur en í samanburðarríkjum Íslands á sama tíma. Næst á eftir Íslandi er Portúgal með 4,9% hagvöxt. Á vef Stjórnarráðsins segir að þennan mikla vöxt megi rekja til aukins útflutnings og kröftugrar einkaneyslu.