2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir02.12.2022 13:01

Bækur og spil eru jólagjöf ársins

01.02.2023 06:01

„Þú þarft einhvern sem getur sagt þér til og þannig náð árangri“

Lesa meira

31.01.2023 16:01

Vilja að Vesturgata 62 og Suðurgata 57 verði seld

Lesa meira

31.01.2023 15:01

ÍA tapaði fyrir KR í Krakkakvissi

Lesa meira

31.01.2023 14:02

Samið til tveggja ára um snjómokstur

Lesa meira

31.01.2023 13:33

Bílvelta á Faxabraut

Lesa meira

31.01.2023 11:56

Velja samfélagsþjónustu fremur en að greiða dómsektir

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Flugmiði raftæki og fatnaður í næstu sætum

Eitt af árlegum verkefnum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er val á jólagjöf ársins. Tilgangur verkefnisins er að greina hluta af neysluhegðun landans í aðdraganda jóla og vekja athygli á verslun í landinu. Verkefnið fór þannig fram í ár að upplýsinga var aflað frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur í aðdraganda jóla. Rýnihópur RSV kom svo saman í lok nóvember og valdi jólagjöf ársins.

Segja má að í ár hafi landsmenn komið til baka með nokkrum hvelli eftir takmörkuð mannamót og hátíðahöld undanfarinna tveggja faraldursára. Mikið hefur verið um ferðalög og skemmtanir á árinu ef marka má greiðslukortanotkun landans. Þá hefur mikið gengið á í heiminum, náttúruhamfarir, verri efnahagshorfur, ofbeldi og stríðshörmungar, sem hvatt getur landsmenn til að sækja í meiri gleði og samveru með sínum nánustu. Síðustu jól var enn mikið um samkomutakmarkanir vegna faraldursins svo gera má ráð fyrir uppsafnaðri þörf fyrir jólasamveru og mannamótum í ár. Og hvað er skemmtilegra en að koma saman um jól, spila og ræða jólabækurnar? Nú klæðir landinn sig úr jogging gallanum, jólagjöf ársins í fyrra, fer í glamúr gallann, spilar saman, spjallar saman og skemmtir sér saman.

Jólagjöf ársins 2022 er íslenskar bækur og spil!

Þegar leið á umræður rýnihóps RSV mátti greina ákveðinn samhljóm í umræðu hópsins og þeim hugmyndum sem fram komu um jólagjöf ársins. Áhersla á samveru og skemmtun var mikil. Tíðarandinn virðist kalla á aukinn léttleika eftir hörmungar undanfarinna ára. Þá mátti greina í umræðunum ákveðinn samhljóm um mikilvægi íslenska tungumálsins sem fellur vel að tíðarandanum en umræða um varðveislu þess hefur verið fyrirferðarmikil á árinu.

Flestir neytendur völdu bækur og spil á óskalistann sinn fyrir þessi jól, en 55% svarenda völdu bækur og/eða spil þegar þeir voru spurðir „Hvaða vörur og/eða þjónustu værir þú til í að fá í jólagjöf þessi jól?“ Auk þess sem 13% aðspurðra sögðust helst vilja fá bækur eða spil í jólagjöf.

Þá gefur vísitala RSV um smásöluveltu vísbendingar um að vinsældir bókarinnar hafi aukist frá árinu 2018.

Var það niðurstaða rýnihópsins að íslenskar bækur og spil væru jólagjöf ársins. Jólagjöf ársins í ár er vinsæl meðal neytenda, selst alltaf vel fyrir jól og fellur einstaklega vel að tíðaranda sem kallar á aukinn léttleika og skemmtun. Jólagjöf ársins í ár fær okkur til að tala saman, spila saman og lesa saman sem hjálpar okkur að hlúa betur að hvort öðru og tungumálinu okkar.

Skýrslu RSV um Jólagjöf ársins 2022 má nálgast hér.