Fréttir
Snæfell er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig. Ljósm. sá

Snæfell aftur á sigurbraut eftir stórsigur á Tindastóli

Snæfell og Tindastóll mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Stykkishólmi. Gengi liðanna í deildinni til þessa var afar ólíkt, Snæfell í öðru sæti með 16 stig og Tindastóll í því næst neðsta með aðeins fjögur stig. Tindastóll skoraði fyrstu tvö stig leiksins en Snæfell svaraði með 13 stigum og jók forskotið enn meira fram að lokum fyrsta leikhluta, staðan 25:9 fyrir Snæfelli. Í öðrum leikhluta náðu Tindastólskonur aðeins að halda í við heimakonur, þær skoruðu aðeins tveimur stigum minna og staðan í hálfleik 43:25 Snæfelli í vil.

Snæfell aftur á sigurbraut eftir stórsigur á Tindastóli - Skessuhorn