2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir01.12.2022 08:03
Nemendur á elsta stigi stilltu sér upp ásamt Dagnýju kennara við Lárus hnotubrjót. Ljósm. tfk

Líf og fjör í myndmennt

08.02.2023 10:01

Einn öflugasti leitardróni landsins kominn á Akranes

Lesa meira

08.02.2023 09:01

Afmælisblað í stóru upplagi í næstu viku

Lesa meira

08.02.2023 08:02

Lífið er núna dagurinn á morgun, 9. febrúar

Lesa meira

08.02.2023 06:01

Segir ömurlegt að þurfa að ströggla við að leita réttar síns

Lesa meira

07.02.2023 15:38

Sigrún fórnar hárinu síðdegis á morgun safnist milljón

Lesa meira

07.02.2023 15:02

Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Mikið líf er í hannyrðastofu Grunnskóla Grundarfjarðar þessa dagana enda nemendur iðnið við að skapa hin ýmsu listaverk. Dagný Rut Kjartansdóttir hóf störf við skólann í haust en hún er með meistaragráðu í kennsluréttindum með áherslu á myndmennt og sjónlistir. Dagný hefur haldið nemendum við efnið og liggja ófá verkin eftir afrakstur haustsins.

„Nemendur á unglingastigi velja myndmennt eða listaval sem valgrein og koma því til mín,“ segir Dagný í stuttu spjalli við fréttaritara Skessuhorns. „Við höfum verið að vinna hin ýmsu verk, frá því að mála glæsileg listaverk og smíða hinn stæðilega Lárus,“ bætir hún við, en Lárus er hnotubrjótur í yfirstærð og fær sinn sess á einum ganganna í skólanum. Elstu nemendurnir eiga heiðurinn að Lárusi en þau bjuggu hann til í sameiningu. Dagný segist vera með mikið af hugmyndum um verkefni fyrir krakkana og því fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því á næstu misserum. „Myndmennt og listaval eru að blómstra þessa dagana hjá okkur og krakkarnir eru frábærir,“ bætir hún við og ekki var annað að sjá á börnunum sem væru spennt yfir komandi verkefnum.