2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir01.12.2022 15:28

Dagur reykskynjarans er í dag

03.02.2023 17:15

N4 komið í þrot

Lesa meira

03.02.2023 15:01

Bjóða Grímshús til leigu en með fyrirvörum

Lesa meira

03.02.2023 14:05

Jafningjahittingur krabbameinsgreindra í Snæfellsbæ

Lesa meira

03.02.2023 13:43

Erfið færð meðan lægð gengur yfir

Lesa meira

03.02.2023 13:30

Sundfólk Sundfélags Akraness stóð sig vel á RIG

Lesa meira

03.02.2023 13:01

Skráning hafin í Hæfileikakeppni Arnardals

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Árlegt forvarnarátak Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og HMS hófst í dag og mun átakið vara út desember. Með forvarnarátakinu er verið að hvetja fólk til að huga að mikilvægasta öryggistæki heimilisins, reykskynjaranum.

Andlit átaksins í ár er Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og er afar kærkomið að fá svona flotta og öfluga fyrirmynd með í lið til að vekja athygli á þessu mikilvæga öryggistæki.

Ekki bíða - skiptu núna

Það er nauðsynlegt að huga að reykskynjaranum að lágmarki einu sinni á ári og skipta um rafhlöðu svo hann sinni sínu hlutverki. Það er góð regla að skipta um rafhlöðu 1. desember ár hvert. Það er um að gera að virkja börnin í það verkefni og leyfa þeim að taka þátt til að virkja vitund þeirra á brunavörnum heimilisins.

Skerandi hljóðið frá reykskynjaranum á að vekja upp varnarviðbrögð hjá okkur og fá okkur til að bregðast við aðstæðum. Það þýðir að ef reykskynjarinn pípir þá þarf að bregðast við, ekki bíða með að skipta um rafhlöðu, gerðu það strax.

Reykskynjari í öllum herbergjum

Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa reykskynjara í öllum rýmum og herbergjum heimilisins þar sem við erum með rafmagnstæki á mörgum stöðum. Það er mikilvægt að staðsetja hann rétt, best er að hafa hann fyrir miðju lofts og gæta skal þess að staðsetja hann að lágmarki í 30 cm fjarlægð frá vegg eða ljósi.

Allar upplýsingar um reykskynjara og eldvarnir á heimilinu má finna á vefsíðunni www.vertueldklar.is. HMS og LSS hvetja alla landsmenn til að kynna sér málin þar inni og fara yfir brunavarnir á heimilinu, það getur skipt sköpum og bjargað mannslífum.

Vertu ELDKLÁR!

Er reykskynjari í öllum rýmum?

Þekkir heimilisfólk flóttaleiðir út af heimilinu?

Eru slökkvitæki staðsett við útgang og flóttaleiðir?

Er eldvarnateppi aðgengilegt og sýnilegt í eldhúsi?