Hér mun hið nýja húsnæði Búkollu vera með heimili á næsta ári. Ljósm. vaks
2. október 2021
Nytjamarkaðurinn Búkolla á Akranesi hefur tilkynnt á FB síðu sinni að hún muni opna í mars árið 2023 á neðri hæð í húsnæði Trésmiðjunnar Akurs á Smiðjuvöllum 9. Þar er nú til húsa hluti af starfsemi Fjöliðjunnar og dósamóttaka. Búkolla var áður með starfsemi í gamla íþróttahúsinu við Vesturgötu 62 en henni var hætt í maí á þessu ári vegna myglu og hefur starfsemin verið í dvala frá þeim tíma. Nú rofar hins vegar til og ljóst að Skagamenn og nærsveitungar geta kíkt í heimsókn í nýja Búkollu á næsta ári.