2. október 2021
Aðfararnótt laugardags var tilkynnt um stympingar fyrir utan Útgerðina bar við Stillholt á Akranesi. Lögregla kom á staðinn og hafði afskipti af slagsmálunum sem lauk með því að sparkað var í andlit og líkama lögreglumanns sem slasaðist við það. Árásarmaðurinn var handtekinn og á von á kæru.