2. október 2021
Hljómlistarfélag Borgarfjarðar stendur fyrir árlegum jólatónleikum félagsins sjötta árið í röð. Tvennir tónleikar verða í Hjálmakletti í Borgarnesi, báðir föstudaginn 11. desember, og hefjast þeir klukkan 17 og 20.
Aðalgestir félagsins í ár eru Systur sem fóru til Ítalíu til keppni í Eurovison fyrir hönd Íslendinga síðastliðið vor. Þá verða fleiri góðir gestir og loks mun ungt og upprennandi tónlistarfólk úr heimabyggð koma fram. Sjá nánar í auglýsingu í Skessuhorni sem kom út í dag og á viðburðasíðu á FB.