Fréttir

Fyrirhuguð lagning Holtavörðulínu 1 kynnt landeigendum

Landsnet hefur boðað ótilgreindan stóran hóp landeigenda í Borgarfirði á upplýsingafund mánudaginn 5. desember næstkomandi kl. 20 á Hótel Hamri í Borgarnesi. Boðað fundarefni er staða undirbúnings fyrir lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1, en ráðgert er að hún verði 90 km loftlína milli Klafastaða í Hvalfirði og að Hrútatungu fyrir botni Hrútafjarðar. Lagnaleiðin er því að hluta yfir eignarlönd og bújarðir í Hvalfjarðarsveit og Borgarfirði og loks um afréttinn á Holtavörðuheiði. Landsnet er framkvæmdaraðili við verkið, eigandi og rekstraraðili fyrirhugaðrar háspennulínu og metur samkvæmt lögum umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Fyrirtækið hefur falið Verkís hf. að hafa umsjón með umhverfismatinu. Það eru hinsvegar ávallt sveitarfélög sem hafa hið raunverulega skipulagsvald og ber að taka alla vinkla inn í ákvörðun áður en skipulagi er breytt.

Fyrirhuguð lagning Holtavörðulínu 1 kynnt landeigendum - Skessuhorn